Smáráð: Notaðu - til að afmarka orðhluta. Til að fá /lː/ í staðinn fyrir /tl/, skrifaðu „l+l“.
Hvernig nota ég þetta?Hljóðritarinn er hugsaður sem hjálpartæki við hljóðritun nútímaíslensku. Úttak tækisins miðast við staðalíslenskan framburð og tekur það ekki tillit til mállýskutilbrigða (en gæti gert það í framtíðinni). Þar sem íslensk stafsetning er að mestu leyti reglubundin breytir tækið venjulegri íslensku yfir í IPA-hljóðritun á kerfisbundinn hátt samkvæmt framburðarreglum málsins, en eins og kunnugt er eru undantekningar frá þessum reglum og reynt hefur verið að gera grein fyrir þeim helstu þar sem á við.
Textinn sem á að hljóðrita er sleginn inn í textareitinn. Um leið og slegið er inn birtist hljóðritun hægri megin. Fyrir neðan gráa reitinn eru nokkrir valkostir. Velja má á milli tvenns konar klofa, sem eru yfirleitt notaðir svona:
Svo má sleppa klofum með því að velja „Engir klofar“. Þú getur líka slökkt eða kveikt á áherslumerkjum, en kveikt er á þeim nema annað sé valið. Athugið að tækið setur áherslumerki ekki inn sjálfkrafa í samsett orð, nema í fyrsta orðhlutann. Mörg samsett orð eru skráð í tækinu en það vantar ákveðnar orðmyndir. Því er hægt að þvinga tækið til að túlka orð sem samsett með bandstrikum:
Bandstrik má einnig nota við ritun á klasanum ll, sem má bera fram ýmist sem /tl/ eða /lː/. Þar sem langflest orð á íslensku með ll eru borin fram með /tl/ framburði er tækið stillt þannig að sá sé sjálfgefni framburðurinn. Margar undantekningar eru skráðar í kerfinu en ekki allar, og til eru mörg tvíræð orð, þannig að til að fá /lː/ alltaf út er skrifað l+l, t.d.:
Fyrir utan ofangreindu takmarkanirnar er vert að taka það fram að þetta verkfæri sé ætlað bara sem hjálpartæki við hljóðritun og gæði hljóðritunar séu ekki tryggð. Til eru villur í kerfinu en reynt hefur verið að lágmarka þær sem mest. Ef hljóðritun kemur út sem þykir einkennileg eða vitlaus getur þú tilkynnt vandann með því að smella á „Tilkynna villu“. Þá verður reynt að laga það sem er að. Þú getur líka notað þennan möguleika til að tilkynna um að undantekning sé ekki skráð í kerfinu.
Farðu vandlega yfir hljóðritunina sem kemur út ef þú ætlar að nota hana í einhvers konar verkefni.